Fótbolti

Hljóp inn á völlinn og tók sjálfsmyndir með leikmönnum | Myndband

Það er nákvæmlega allt eðlilegt við þesa hegðun.
Það er nákvæmlega allt eðlilegt við þesa hegðun. vísir/getty
Það varð að stöðva leik Tottenham og Partizan Belgrad í gær eftir að þrír áhorfendur höfðu hlaupið inn á völlinn.

Sá fyrsti sem kom inn á völlinn náði að vera þar í tvær mínútur og afrekaði að ná þrem sjálfsmyndum af sér með leikmönnum á vellinum.

Er tveir áhorfendur í viðbót höfðu hlaupið út á völlinn fékk dómarinn nóg og skipaði leikmönnum að fara til búningsherbergja.

Leikmenn voru þá líka orðnir pirraðir og reyndi Roberto Soldado, framherji Tottenham, meðal annars að negla einn áhorfandann niður. Hann reif hann síðan úr að ofan. Hiti í Spánverjanum.

Tíu mínútna hlé varð á leiknum en hann hélt svo áfram. Spurs vann leikinn og komst í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Vitleysingana þrjá má sjá í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×