Óveðrið mögulega fyrr á ferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2014 18:22 Spá fyrir vind kl. 01 aðfaranótt mánudags 1. desember. Sjá má mjög skæða vindstengi NV- og N-til á landinu. Þarna er lægðin stödd norðvestur af Vestfjörðum, nærri þeim stað þar sem lágmark er í vindstyrk Mynd/Veðurstofa Íslands Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira