UFC 180: Nær Mark Hunt að fullkomna ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 22:30 Hunt rotar Struve en Struve er 35 cm hærri en Hunt. Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira