Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður.
Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur.
Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur.
Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir.