Brooks Koepka sigraði í Tyrklandi eftir frábæran lokahring 16. nóvember 2014 13:43 Brooks Koepka lék frábært golf í dag. Getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira