Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2014 19:00 Kvígfirðingar telja að aldrei áður í hálfrar aldar sögu sjónvarps á Íslandi hafi birst myndir úr Kvígindisfirði. Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. Þar sem Vestfjarðavegi hallar niður af Klettshálsi til Skálmarfjarðar liggur vegslóði niður í Kvígindisfjörð en þar lauk heilsársbyggð árið 1965. Á landakortum er Kvígindisfjörður skráður sem eyðijörð. Þar hefur engu að síður verið líf og fjör. Á jörðinni hafa fimm ný hús rísið á undanförnum árum og utar í firðinum, á jörðinni Kirkjubóli, eru tvo ný hús risin og það þriðja í smíðum. Allt eru þetta frístundahús sem einkum eru notuð á sumrin af afkomendum þeirra sem síðast bjuggu hér.Bræðurnir Sæmundur, Einar, Gunnar og Jóhannes Guðmundssynir í viðtali við fulltrúa Stöðvar 2 á veröndinni í Kvígindisfirði í sumar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru hér fædd og uppalin, og bræðurnir sem við ræddum við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir héðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði, bæði fyrr og nú.Báturinn Svanur er 100 ára gamall og var notaður í frægri bíómynd. Nánar verður sagt frá honum í þættinum "Um land allt".Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykhólahreppur Um land allt Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kvígfirðingar telja að aldrei áður í hálfrar aldar sögu sjónvarps á Íslandi hafi birst myndir úr Kvígindisfirði. Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. Þar sem Vestfjarðavegi hallar niður af Klettshálsi til Skálmarfjarðar liggur vegslóði niður í Kvígindisfjörð en þar lauk heilsársbyggð árið 1965. Á landakortum er Kvígindisfjörður skráður sem eyðijörð. Þar hefur engu að síður verið líf og fjör. Á jörðinni hafa fimm ný hús rísið á undanförnum árum og utar í firðinum, á jörðinni Kirkjubóli, eru tvo ný hús risin og það þriðja í smíðum. Allt eru þetta frístundahús sem einkum eru notuð á sumrin af afkomendum þeirra sem síðast bjuggu hér.Bræðurnir Sæmundur, Einar, Gunnar og Jóhannes Guðmundssynir í viðtali við fulltrúa Stöðvar 2 á veröndinni í Kvígindisfirði í sumar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru hér fædd og uppalin, og bræðurnir sem við ræddum við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir héðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði, bæði fyrr og nú.Báturinn Svanur er 100 ára gamall og var notaður í frægri bíómynd. Nánar verður sagt frá honum í þættinum "Um land allt".Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykhólahreppur Um land allt Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira