Viðskipti erlent

Kannabis á markað í nafni Bob heitins Marley

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bob Marley lést úr krabbameini árið 1981.
Bob Marley lést úr krabbameini árið 1981. Vísir/Getty
Fjölskylda Bob Marley hefur sett á markað kannabis í nafni tónlistarmannsins frá Jamaíka sem fór ekki leynt með aðdáun sína á efninu. Fullyrt er að um fyrsta alþjóðavörumerkið sé að ræða hvað kannabis snertir. BBC greinir frá.

Vörumerkið mun heita Marley Natural og verða meðal annars olíur og krem unnin úr kannabis til sölu. Reiknað er með því að vörurnar fari í sölu í Bandaríkjunum og víðar á næsta ári.

Cedella Marley, dóttir listamannsins, telur að faðir hennar heitinn hefði verið ánægður með framtakið.

„Pabbi hefði verið himinlifandi með að fólk skildi lækningarmátt efnisins,“ segir Cedella.

Neysla kannabis er leyfð í Colorado og Washington í Bandaríkjunum. Fleiri ríki leyfa neyslu kannabis í lækningarskyni. Hér má lesa sér nánar til um hvar í heiminum notkun kannabis er leyfileg.


Tengdar fréttir

Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar

Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×