Ryan Moore varði titilinn í Kuala Lumpur 3. nóvember 2014 11:28 Moore með bikarinn í gær. AP Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira