Golfbíll fer kvartmíluna á 12 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 10:11 Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent
Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent