Lego í samstarf með Ferrari, Porsche og McLaren Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 09:16 McLaren bíll frá Lego. Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent