Graeme McDowell í forystu eftir fyrsta hring í Kína 6. nóvember 2014 09:40 G-Mac var í stuði í nótt. AP Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér. Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér.
Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira