Þú getur bæði smitað kynsjúkdóm með munnmökum en einnig smitast af kynsjúkdómi við munnmök. Svo óháð því hvort þú ert að gefa eða þiggja munnmök þá er mælt með því að nota smokkinn.
Hér kemur upptalninga á frumlegri bragðtegundum sem eru til af smokkum. Það þarf kannski ekki að taka það fram en bragði fylgir lykt og því eru þessir smokkar einnig ilmandi ferskir.
Þú getur fengið smokk með eftirfarandi bragðtegundum:
Viskí, kóla, myntu, kaffi, kannabis, beikoni, súkkulaði, allskonar ávaxtabragði og auðvitað kokteilinn Caipirinha (sem sló víst í gegn í nýafstöðnu heimsmeistaramóti í fótbolta í Brasilíu).
Í raun mætti segja að nánast hvaða bragð er til sem smokkur, ef þú átt þér uppáhaldsbragðefni sem þú myndir vilja bæta við í kynlífið er spurning um að senda þessum fyrirtækjum bara fyrirspurn!

En auðvitað einskorðast frumlegheit í smokkum ekki bara við bragð því þú getur einnig fengið smokk með innbyggðri reglustiku, glóir í myrkri, með mynd af Gene Simmons úr KIZZ, úr safni frægra nú eða bara látið prenta þína eigin ljósmynd á pakkninguna.