Bubba Watson sigraði á ótrúlegan hátt á HSBC heimsmótinu í Kína 9. nóvember 2014 11:02 Watson setti glompuhöggið á 18. holu niður af stakri snilld. AP Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum. Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum.
Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira