Björgunarsveitir önnum kafnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2014 11:56 Vísir / Atli Páll Hafsteinsson Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson
Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50
Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51
Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23
Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31
Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20
Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21