Sónar Reykjavík tilkynnti í gær fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni á næsta ári og ber þá helst að nafni að dubsteb tónlistarmaðurinn Skrillex mun koma fram á hátíðinnni en Skrillex er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir og hefur hann komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims á undanförnum árum. Auk Skrillex var tilkynnt að Paul Kalkbrenner, Todd Terje, Mugison, Samaris, Prins Póló, Young Karin og fleiri koma fram á hátíðinni sem fer fram í febrúar á næsta ári.
Á dögunum kom fram í Púlsinum að Julian Casablancas hefði ekki lengur gaman af því að koma fram með hljómsveitinni The Strokes. En Casablancas hefur nú sagt að orð hans hafi verið tekin úr samhengi. Vissulega hefði hljómsveitni gengið í gegnum erfitt tímabil en þeir væru búnir að leysa úr sínum málum og að koma fram með The Strokes væri nú aftur orðið eitt það skemmtilegasta sem hann gerir.

Að lokum minnir Púlsinn að sjálfsögðu á Jack Live sem verður á föstudaginn á Húrra. Hljómsveitirnar Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink koma fram og miðaverð er einungis 1.500 sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona veislu. Verðu með vel stillt á X-ið alla vikuna og þú gætir nælt þér í miða.