Poulter: Ákvarðanir Watsons voru stórfurðulegar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 15:00 Tom Watson vann sem fyrirliði 1993 en tapaði í ár. Ian Poulter var í sigurliði Evrópu. vísir/getty Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira