McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu 23. október 2014 22:30 Conor er hér til hægri fyrir síðasta bardaga sinn gegn Dustin Poirier. vísir/getty Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014 MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Sjá meira
Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014
MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Sjá meira