Enski boltinn

Harry Kane: Ég læt bara markverðina um þetta hér eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fá ekki margir markmenn að eiga boltann en Harry Kane fékk hann fyrir þrennuna sína.
Það fá ekki margir markmenn að eiga boltann en Harry Kane fékk hann fyrir þrennuna sína. Vísir/Getty
Harry Kane átti næstum því fullkomið kvöld með Tottenham á White Hart Lane þegar hann skoraði þennu í 5-1 sigri á Asteras í Evrópudeildinni.

Málið er bara að hann fór í markið undir lokin og fékk á sig afskaplega klaufalegt mark.

„Þetta var frábært kvöld þangað til að ég fór í markið. Ég stóð mig ekki vel þar og ég held að ég láti bara markverðina um þetta hér eftir. Ég leyst vel á það að fara í markið en þegar skotið úr aukaspyrnunni kom riðandi á móti mér þá var ég ekki eins ánægður," sagði Harry Kane í sjónvarpsviðtali á ITV4.

„Við viljum vinna sannfærandi sigra þannig að það er flott að skora fimm mörk. Ég vil vera að þefa upp færin í teignum og reyna að ná frákösum. Það er mikilvægt að ná þessum lausu boltum í teignum," sagði Kane.

Erik Lamela skoraði magnað mark í leiknum þegar hann skoraði svokallað Rabona-mark þegar hann skaut boltanum með því að sparka aftur fyrir stöðufótinn.

„Ég hef séð Erik Lamela skora svona á æfingum. Hann hefur það í vopnakistunni sinni. Það er frábært fyrir hann að ná þessu í stórum leik. Ég verð að halda áfram að gera það sem ég geri vel og halda áfram að reyna að komast í færin," sagði Kane.

„Stjórinn segir mér að fara út á völl, spila minn fótbolta og skora mín mörk. Ég náði að gera það í kvöld," sagði Kane.


Tengdar fréttir

Ragnar og félagar töpuðu fyrsta leiknum sínum

Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar töpuðu 2-4 á heimavelli á móti þýska liðinu Wolfsburg í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Rússlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×