Innlent

Mengunin hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill/vilhelm
Þegar varað er við háum gildum brennisteinsdíoxíðs (SO2) í lofti þurfa dýraeigendur að hafa í huga að mengunin hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Matvælaeftirlitinu.

Áhrifin eru meiri því lengur sem dýrin eru útsett fyrir menguninni. Í tilkynningunni segir að dýraeigendur þurfi að draga sem mest úr álagi á dýrin þegar magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sé hátt, s.s. hlaup, erfiða vinnu og streituvaldandi aðstæður.

Fylgjast þarf með dýrum á útigangi og hýsa þau ef vart verður við einkenni, s.s. roða í augum, hósta eða öndunarerfiðleika, eða hegðun sem bendir til að dýrin finni fyrir óþægindum.

Mengunarmælar sýnda að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Búast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæðinu þar á milli.


Tengdar fréttir

Töluverð mengun á Höfn og í Skaftafelli

Mengunarmælar sýnda að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Búast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæðinu þar á milli.

Sextíu skjálftar við Bárðarbungu

Rúmlega sextíu jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands.

Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt

Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×