Forseti PGA rekinn eftir ummæli sín um Ian Poulter 28. október 2014 16:30 Ted Bishop var umdeildur forseti. AP Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira