Formúla 1

Hamilton á ráspól

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton til vinstri.
Hamilton til vinstri. Vísir/Getty
Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum, en keppnin fer fram í Socchi í Rússlandi.

Hamilton hirti ráspólinn í baráttunni við félaga sinn hjá sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. Valtteri Bottas, hjá Williams, tekur af stað þriðji.

Einungis 0,2 sekúndum munaði á Hamilton og Rosberg og var Hamilton skiljanlega ánægður með að vera á ráspól.

„Það er frábært að byrja á ráspól. Þetta er afrakstur frábærar vinnu liðsins sem er að þróast í rétta átt á þessu ári," sagði Hamilton sem leið vel í Rússlandi.

„Það er frábært að koma hingað, þetta er frábær staður. Veðrið hefur verið magnað og mér líður vel að keyra hér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×