Fótbolti

Sara Björk með stoðsendingu í enn einum sigri Rosengård

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/KSÍ
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Rosengård fögnuðu enn einum sigrunum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 4-1 útisigur á Vittsjö. Rosengård er fyrir nokkru búið að tryggja sér sænska meistaratitilinn.

Sara Björk lagði upp annað mark Rosengård fyrir Kirsten van de Ven á 16. mínútu en fjórum mínútum áður hafði Nathalie Persson komið Rosengård í 1-0. Vittsjö minnkaði muninn á 53. mínútu en Persson innsiglaði sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok áður en Ramona Bachmann skoraði fjórða og síðasta mark Rosengård í uppbótartíma eftir sendingu frá Mörtu.

Þetta var fjórði sigurinn í röð hjá Rosengård og sá sautjándi í nítján leikjum liðsins í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Rosengård er þegar búið að tryggja sér sænska titilinn. Rosengård-liðið er nú með tólf stiga forskot á næstu lið þegar aðeins ein umferð er eftir af sænsku deildinni.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allar 90 mínúturnar á miðjunni en hún er fyrirliði Rosengård. Nathalie Persson sem er aðeins 17 ára gömul skoraði tvisvar fyrir liðið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×