Viðskipti erlent

iPhone 6 og 6 plus koma til Íslands í lok október

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Apple hefur tilkynnt að nýju snjallsímar fyrirtækisins verða fáanlegir í 36 nýjum löndum í mánuðinum. Þar á meðal Íslandi.

Apple hefur tilkynnt að nýju snjallsímar fyrirtækisins verða fáanlegir í 36 nýjum löndum í mánuðinum. Þar á meðal Íslandi. Í heildina verða símarnir til sölu í 69 löndum í lok mánaðarins en Apple segir að talan verði komin í rúmlega 115 í lok ársins.

Þetta kemur fram á tæknivefnum Mashable.

Símarnir birtast í hillum versluna í Kína, Indlandi og Mónakó þann 17. október og í Ísrael þenn 23. Þann 24. verða þeir fáanlegir í Tékklandi, Frönsku Vestur Indíum, Grænlandi, Möltu, Póllandi og Suður-Afríku. Þá koma þeir til Barein og Kúveit.

Þann 31. október verða símarnir fáanlegir í Albaníu, Bosníu, Króatíu, Eistlandi, Grikklandi, Gúam, Ungverjalandi, Kósóvó, Lettlandi, Litháen, Makedóníu, Mexíkó, Móldóvu, Svartfjallalandi, Serbíu, Suður-Kóreu, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Úkraínu, Tælandi og Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×