Reiður rússneskur ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 16:13 Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent
Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent