Tinna aftur á leiksviðið Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 13:13 Tinna á samlestri. Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. visir/stefán Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira