Ísland lenti í öðru sæti, 684 stigum á eftir Svíum. RÚV fjallaði um mótið alla vikuna og gerði því góð skil.
Sif Pálsdóttir, fyrirliði og Fríða Rún Einarsdóttir fóru í viðtal til Hauks Harðarsonar og Kristín Hálfdánardóttir, fjölmiðlafulltrúi mótsins, birti þessa mynd á Fésbókarsíðu-sinni.
Borðið var dálítið hátt sem viðtalið var tekið við og þurftu stelpurnar að standa á tám. Sjón er sögu ríkari.