Veðurstofan varar ökumenn við snjókomu og stormi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. október 2014 11:49 Hiti verður kominn undir frostmark um mestallt land á morgun. Vísir / Anton Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörum þar sem vakin er athygli á að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum á morgun. Spár gera ráð fyrir vaxandi lægð yfir landinu í dag en að lægðin þokist austur fyrir land á morgun með kaldri norðanátt í kjölfarið. Samkvæmt spá veðurstofunnar hvessir fyrst á Vestfjörðum í nótt og fer að snjóa. Um hádegi á morgun má svo búast við norðan hvassvirði eða stormi. Snjókoma verður þá á Vestfjarðarkjálkanum og austur með norðanverulandinu að Melrakkasléttu. Reiknað er með að dálítill snjór slæðist suður á Faxaflóasvæðið en mun hægari vindur verður sunnan- og austanlands framan af degi. Hvessir þó seinnipartinn. Á mánudagskvöld er svo útlit fyrir norðan og norðvestan hvassvirði eða stormi víða um landið og búast má við samfelldri snjókomu um allt norðanvert landið. Hiti verður þá kominn undir frostmark um mestallt land. Veðurstofan bendir þeim sem aka þurfa á milli landshluta að ágætt veður sé til þess í dag en slík ferðalög gætu verið erfið á morgun. „Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs,“ segir í viðvöruninni. Á þriðjudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðvestanátt en stormi á norðaustur- og austurlandi. Úrkomulítið verður á Vestfjörðum en búast má við snjókomu frá Húnaflóa og austan með landinu. Frost á þriðjudeginum verður víða á bilinu 0 til 4 stig, samkvæmt tilkynningunni. Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörum þar sem vakin er athygli á að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum á morgun. Spár gera ráð fyrir vaxandi lægð yfir landinu í dag en að lægðin þokist austur fyrir land á morgun með kaldri norðanátt í kjölfarið. Samkvæmt spá veðurstofunnar hvessir fyrst á Vestfjörðum í nótt og fer að snjóa. Um hádegi á morgun má svo búast við norðan hvassvirði eða stormi. Snjókoma verður þá á Vestfjarðarkjálkanum og austur með norðanverulandinu að Melrakkasléttu. Reiknað er með að dálítill snjór slæðist suður á Faxaflóasvæðið en mun hægari vindur verður sunnan- og austanlands framan af degi. Hvessir þó seinnipartinn. Á mánudagskvöld er svo útlit fyrir norðan og norðvestan hvassvirði eða stormi víða um landið og búast má við samfelldri snjókomu um allt norðanvert landið. Hiti verður þá kominn undir frostmark um mestallt land. Veðurstofan bendir þeim sem aka þurfa á milli landshluta að ágætt veður sé til þess í dag en slík ferðalög gætu verið erfið á morgun. „Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs,“ segir í viðvöruninni. Á þriðjudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðvestanátt en stormi á norðaustur- og austurlandi. Úrkomulítið verður á Vestfjörðum en búast má við snjókomu frá Húnaflóa og austan með landinu. Frost á þriðjudeginum verður víða á bilinu 0 til 4 stig, samkvæmt tilkynningunni.
Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira