Stefnumót við sjálfan sig Vera Einarsdóttir skrifar 3. október 2014 10:00 Mynd/Anton Þorlákur Kristinsson Morthens, Tolli, listamaður hefur tamið sér hugleiðslu til margra ára. Hann segir magnaða lífsreynslu að fara á stefnumót við sjálfan sig. Allir mánuðir hjá mér eru meistaramánuðir. Ég hugleiði kvölds og morgna. Líf mitt er agað og ég hef tamið mér hugarró,“ sagði Tolli í símtali frá Pétursborg í Rússlandi þar sem sýning á verkum hans stendur yfir. „Maður uppsker eins og maður sáir. Með því að stefna að ákveðnu markmiði og hafa reglu á lífi sínu fer maður ósjálfrátt að temja sér slíkan lífsstíl. Með hugleiðslu fylgir sjálfsagi,“ útskýrir Tolli. Hann bætir því við að fólk þurfi að gera samning við sjálft sig. „Það þarf að byrja daginn með hugleiðslu og endurtaka hana áður en gengið er til náða. Þetta samkomulag sem maður gerir við sjálfan sig er afar mikilvægt en lengdin á hugleiðslunni fer bara eftir ákvörðun hvers og eins. Maður getur hugleitt í hálfa klukkustund eða bara eina mínútu. Mikilvægt er að gera þetta að venju og aldrei að sleppa úr. Ég iðka svokallaða núvitundarhugleiðslu sem kemur úr búddisma og hefur verið að ryðja sér mikið til rúms undanfarinn aldarfjórðung. Þetta nefnist á ensku „Mindfulness Meditation“ og ég get fullyrt að ef fólk prófar að gera þetta í einn mánuð finnur það varanlegan mun á líðan sinni. Árangurinn af hugleiðslunni fylgir síðan fólki út í lífið.“ Tolli segist alveg geta lent í stress- eða kvíðakasti eins og aðrir en gengur vel að höndla það. „Hugleiðsla er hugarró og maður er í núvitund í dagsins önn en einnig fær maður tækifæri til að læra á sjálfan sig. Það getur verið töff og erfitt en það eru allar líkur á því að uppskera meiri hamingju með því að þekkja sjálfan þig. Núvitundarhugleiðsla er stefnumót við sjálfan sig.“ Tolli hefur haldið námskeið í þessum fræðum hjá stórum fyrirtækjum og hann segir að því hafi verið vel tekið. Ég hélt námskeið í Íslandsbanka í fyrra og mun endurtaka það fljótlega. Þar er hópur fólks sem iðkar hugleiðslu að staðaldri. Einnig hef ég verið með fyrirlestra hjá Vodafone og fyrir starfsfólkið í Gló. Ég reikna með að verða í Gló að minnsta kosti einu sinni í viku í Meistaramánuðinum. Þá munu gestir fá tækifæri til að kynnast hugleiðslunni. Allir geta virkjað hæfileikann til sjálfskoðunar en þetta er ferðalag,“ segir Tolli. Listamaðurinn hefur fengið frábærar viðtökur í Pétursborg og er afar ánægður með viðbrögðin en nú standa yfir Norrænir dagar í borginni. Enginn núlifandi íslenskur listamaður hefur áður sýnt á þessum stað. Þegar sýningunni lýkur ætlar Tolli að heimsækja Moskvu en síðan er ferðinni heitið til Stokkhólms þar sem hann ætlar að horfa á bardaga Gunnars Nelsons. Heilsa Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þorlákur Kristinsson Morthens, Tolli, listamaður hefur tamið sér hugleiðslu til margra ára. Hann segir magnaða lífsreynslu að fara á stefnumót við sjálfan sig. Allir mánuðir hjá mér eru meistaramánuðir. Ég hugleiði kvölds og morgna. Líf mitt er agað og ég hef tamið mér hugarró,“ sagði Tolli í símtali frá Pétursborg í Rússlandi þar sem sýning á verkum hans stendur yfir. „Maður uppsker eins og maður sáir. Með því að stefna að ákveðnu markmiði og hafa reglu á lífi sínu fer maður ósjálfrátt að temja sér slíkan lífsstíl. Með hugleiðslu fylgir sjálfsagi,“ útskýrir Tolli. Hann bætir því við að fólk þurfi að gera samning við sjálft sig. „Það þarf að byrja daginn með hugleiðslu og endurtaka hana áður en gengið er til náða. Þetta samkomulag sem maður gerir við sjálfan sig er afar mikilvægt en lengdin á hugleiðslunni fer bara eftir ákvörðun hvers og eins. Maður getur hugleitt í hálfa klukkustund eða bara eina mínútu. Mikilvægt er að gera þetta að venju og aldrei að sleppa úr. Ég iðka svokallaða núvitundarhugleiðslu sem kemur úr búddisma og hefur verið að ryðja sér mikið til rúms undanfarinn aldarfjórðung. Þetta nefnist á ensku „Mindfulness Meditation“ og ég get fullyrt að ef fólk prófar að gera þetta í einn mánuð finnur það varanlegan mun á líðan sinni. Árangurinn af hugleiðslunni fylgir síðan fólki út í lífið.“ Tolli segist alveg geta lent í stress- eða kvíðakasti eins og aðrir en gengur vel að höndla það. „Hugleiðsla er hugarró og maður er í núvitund í dagsins önn en einnig fær maður tækifæri til að læra á sjálfan sig. Það getur verið töff og erfitt en það eru allar líkur á því að uppskera meiri hamingju með því að þekkja sjálfan þig. Núvitundarhugleiðsla er stefnumót við sjálfan sig.“ Tolli hefur haldið námskeið í þessum fræðum hjá stórum fyrirtækjum og hann segir að því hafi verið vel tekið. Ég hélt námskeið í Íslandsbanka í fyrra og mun endurtaka það fljótlega. Þar er hópur fólks sem iðkar hugleiðslu að staðaldri. Einnig hef ég verið með fyrirlestra hjá Vodafone og fyrir starfsfólkið í Gló. Ég reikna með að verða í Gló að minnsta kosti einu sinni í viku í Meistaramánuðinum. Þá munu gestir fá tækifæri til að kynnast hugleiðslunni. Allir geta virkjað hæfileikann til sjálfskoðunar en þetta er ferðalag,“ segir Tolli. Listamaðurinn hefur fengið frábærar viðtökur í Pétursborg og er afar ánægður með viðbrögðin en nú standa yfir Norrænir dagar í borginni. Enginn núlifandi íslenskur listamaður hefur áður sýnt á þessum stað. Þegar sýningunni lýkur ætlar Tolli að heimsækja Moskvu en síðan er ferðinni heitið til Stokkhólms þar sem hann ætlar að horfa á bardaga Gunnars Nelsons.
Heilsa Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00