Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2014 22:00 Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Rick Story segist velta fyrir sér hvort hann hafi verið valinn sem „fórnarlamb“ fyrir Gunnar Nelson en þeir mætast í búrinu á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi á laugardag. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu ESPN vestanhafs þá er hinn þrítugi Story ekki meðal fremstu bardagakappa UFC í sínum þyngdarflokki um þessar mundir. Hann hefur unnið fjóra af síðustu níu bardögum sínum og er ekki ofarlega á styrkleikalista UFC. Engu að síður fær hann nú tækifæri til að taka þátt í aðalbardaga kvöldsins í fyrsta sinn á sínum ferli í UFC en hann segir að það hafi komið honum sérstaklega á óvart. „Það kom mér nokkuð á óvart að ég hafi fengið aðalbardagann á kortinu,“ sagði Story. „Svo settist ég niður og íhugaði málið. Ég áttaði mig á því að Gunnar er þaðan [í grennd við Svíþjóð].“ „Þeir vilja sjá hvort að hann sé tilbúinn til að taka næsta skref. Kannski er ég því fórnarlamb fyrir Gunnar svo hann geti notað þennan bardaga til að koma sér í hóp tíu efstu á styrkleikalistanum.“ Samtals hefur Story unnið sautján af 25 bardögum sínum á ferlinum en Gunnar er enn taplaus með þrettán sigra í fjórtán viðureignum. Veðbankar telja að Gunnar sé mun sigurstranglegri á laugardagskvöld. Í grein ESPN er haft eftir Gunnari að hann fái nú tækifæri til að berjast við mann sem býr yfir mikilli reynslu og barist gegn öflugum köppum. Þess má geta að Story er aðeins annar tveggja manna sem hefur unnið Johny Hendricks, ríkjandi UFC-meistara í veltivigt. „Þetta er tækifæri fyrir mig að vaxa sem og að koma nafni mínu á framfæri - klifra hraðar upp stigann. Komast hærra og fá meiri pening,“ var haft eftir Gunnari í greininni. Story segir enn fremur frá erfiðleikum sínum undanfarin ár en hann fyrr á þessu ári skipti hann um þjálfara en hefur átt í miklum deilum við Pat White, fyrrum þjálfara sinn. Hann segir að þjálfarabreytingin hafi haft afar jákvæð áhrif á sig.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Tengdar fréttir Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Rick Story segist velta fyrir sér hvort hann hafi verið valinn sem „fórnarlamb“ fyrir Gunnar Nelson en þeir mætast í búrinu á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi á laugardag. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu ESPN vestanhafs þá er hinn þrítugi Story ekki meðal fremstu bardagakappa UFC í sínum þyngdarflokki um þessar mundir. Hann hefur unnið fjóra af síðustu níu bardögum sínum og er ekki ofarlega á styrkleikalista UFC. Engu að síður fær hann nú tækifæri til að taka þátt í aðalbardaga kvöldsins í fyrsta sinn á sínum ferli í UFC en hann segir að það hafi komið honum sérstaklega á óvart. „Það kom mér nokkuð á óvart að ég hafi fengið aðalbardagann á kortinu,“ sagði Story. „Svo settist ég niður og íhugaði málið. Ég áttaði mig á því að Gunnar er þaðan [í grennd við Svíþjóð].“ „Þeir vilja sjá hvort að hann sé tilbúinn til að taka næsta skref. Kannski er ég því fórnarlamb fyrir Gunnar svo hann geti notað þennan bardaga til að koma sér í hóp tíu efstu á styrkleikalistanum.“ Samtals hefur Story unnið sautján af 25 bardögum sínum á ferlinum en Gunnar er enn taplaus með þrettán sigra í fjórtán viðureignum. Veðbankar telja að Gunnar sé mun sigurstranglegri á laugardagskvöld. Í grein ESPN er haft eftir Gunnari að hann fái nú tækifæri til að berjast við mann sem býr yfir mikilli reynslu og barist gegn öflugum köppum. Þess má geta að Story er aðeins annar tveggja manna sem hefur unnið Johny Hendricks, ríkjandi UFC-meistara í veltivigt. „Þetta er tækifæri fyrir mig að vaxa sem og að koma nafni mínu á framfæri - klifra hraðar upp stigann. Komast hærra og fá meiri pening,“ var haft eftir Gunnari í greininni. Story segir enn fremur frá erfiðleikum sínum undanfarin ár en hann fyrr á þessu ári skipti hann um þjálfara en hefur átt í miklum deilum við Pat White, fyrrum þjálfara sinn. Hann segir að þjálfarabreytingin hafi haft afar jákvæð áhrif á sig.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Tengdar fréttir Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira
Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00
Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15
Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00
Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00
Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30
Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13