Viðskipti erlent

Hewlett Packard skipt upp í tvo hluta

Samúel Karl Ólason skrifar
Um fimm þúsund starfsmönnum HP verður sagt upp við breytinguna.
Um fimm þúsund starfsmönnum HP verður sagt upp við breytinguna. Vísir/AFP
Tölvu- og prentaraframleiðsla HP verður aðskilin frá öðrum hlutum fyrirtækisins. Í hinum hluta HP verður vélbúnaðarframleiðsla og þjónusta við fyrirtæki. Hvor hluti skilar um helmingi tekna og hagnaði fyrirtækisins.

Við breytinguna mun HP segja upp um fimm þúsund manns, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Fjárfestar og greinendur hafa lengi kallað eftir uppstokkun fyrirtækisins og að tölvuhluti þess verði seldur. Þannig gætu forsvarsmenn HP einbeitt sér að því að selja netþjóna og slíkt til fyrirtækja. Hlutabréf HP hafa hækkað í verði eftir að breytingin var tilkynnt.

Hluthafar HP munu eiga hlut í báðum fyrirtækjum eftir breytinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×