Aftakaveður austur í Öræfum Gissur Sigurðsson skrifar 7. október 2014 13:57 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira