Aftakaveður austur í Öræfum Gissur Sigurðsson skrifar 7. október 2014 13:57 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim. Veður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim.
Veður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira