Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2014 19:18 Í tilkynningu frá Reykjavík Helicopters segir atvikið sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Vísir/Auðunn „Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06