Oddný Eir fær bókmenntaverðlaun ESB Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 13:59 Oddný Eir Ævarsdóttir Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira