Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Súrínam Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Súrínam Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira