Nýjustu niðurstöður úr rannsókn á gervisykri Rikka skrifar 22. september 2014 09:00 Hitaeiningalaus sætuefni eru ein algengustu aukaefnin sem notuð eru í matvælaframleiðslu í heiminum í dag. Þau hafa hingað til verin talin skaðlaus þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem sífellt verða háværari.Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. Rannsóknin var gerð á sætuefnunum sakkarín, súkralósi og aspartam og sýnir sláandi niðurstöður sem ekki hafa komið fram á sjónarsviðið fyrr. Mýs sem innbyrgðu reglulega gervisykur fengu brenglað sykurþol og var ástæðuna fyrir því að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var sem fyrr segir einnig gerð á mönnum og fengu sjö einstaklingar það verkefni að innbyrða töluvert magn af gervisykri í ákveðin tíma. Tilraunin leiddi áþekka niðurstöðu í ljós og í músunum en fjórir einstaklingar af þessum sjö fengu sykurbrenglun. "Rannsókn þessi er mjög athyglisverð. Niðurstöður um hugsanleg áhrif gervisykurs eru sannfærandi og eru í takt við margar nýlegar rannsóknir um mikilvægi bakteríuflóru garnanna í margvísilegum sjúkdómum. Þó svo að þessi vísindarannsókn hafi beint sjónum að áhrifum gervisykurs bæði í músum og mönnum þá er rétt að bíða eftir nánari rannsóknum á mönnum áður en við getum fullyrt um hugsanleg neikvæð áhrif. En engu að síður mjög áhugavert og mikilvægt framlag til að auka skilningi okkar á áhrifum þessara efnasambanda á mannslíkamann.” segir Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Fyrir þá sem að vilja kynna sér rannsóknina til hlítar geta lesið hana hér Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp
Hitaeiningalaus sætuefni eru ein algengustu aukaefnin sem notuð eru í matvælaframleiðslu í heiminum í dag. Þau hafa hingað til verin talin skaðlaus þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem sífellt verða háværari.Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. Rannsóknin var gerð á sætuefnunum sakkarín, súkralósi og aspartam og sýnir sláandi niðurstöður sem ekki hafa komið fram á sjónarsviðið fyrr. Mýs sem innbyrgðu reglulega gervisykur fengu brenglað sykurþol og var ástæðuna fyrir því að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var sem fyrr segir einnig gerð á mönnum og fengu sjö einstaklingar það verkefni að innbyrða töluvert magn af gervisykri í ákveðin tíma. Tilraunin leiddi áþekka niðurstöðu í ljós og í músunum en fjórir einstaklingar af þessum sjö fengu sykurbrenglun. "Rannsókn þessi er mjög athyglisverð. Niðurstöður um hugsanleg áhrif gervisykurs eru sannfærandi og eru í takt við margar nýlegar rannsóknir um mikilvægi bakteríuflóru garnanna í margvísilegum sjúkdómum. Þó svo að þessi vísindarannsókn hafi beint sjónum að áhrifum gervisykurs bæði í músum og mönnum þá er rétt að bíða eftir nánari rannsóknum á mönnum áður en við getum fullyrt um hugsanleg neikvæð áhrif. En engu að síður mjög áhugavert og mikilvægt framlag til að auka skilningi okkar á áhrifum þessara efnasambanda á mannslíkamann.” segir Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Fyrir þá sem að vilja kynna sér rannsóknina til hlítar geta lesið hana hér
Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp