Watson ætlar að fella bestu menn Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 11:30 Tom Watson er elsti fyrirliðinn í sögu bandaríska Ryder-liðsins. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira