Fær Ryder-lið Evrópu hárblásara frá Ferguson í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:45 Sir Alex Ferguson er á heimavelli í Skotlandi. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira