Jordan Spieth lítið að stressa sig yfir sínum fyrsta Ryder-bikar 24. september 2014 17:45 Jordan Spieth í Masters mótinu fyrr á árinu. AP/Getty Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira