Innlent

Hraunflæðið eins og 300 metra fjall á dag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Vísir/Auðunn
Eldfjallavefurinn Volcano Discovery segir hraunrennsli úr eldgosinu norðan Dyngjujökuls vera undravert. Vitnað er til mats íslenskra vísindamanna um að hraunflæðið sé á bilinu 250-350 rúmmetrar á sekúndu, en því hefur verið jafnað við rennsli stærstu fljóta Íslands, eins og Þjórsár og Ölfusár.

Volcano Discovery-vefsíðan segir að á sólarhring dugi þetta til að fylla tening sem sé 300 metrar á hvern kant. Ef slíku hraunmagni yrði hlaðið ofan á fótboltavöll yrði staflinn 2-3 kílómetra hár, - á degi hverjum.

„Bardarbunga Volcano“ er það heiti eldfjallavefurinn notar um eldstöðina og segir að ef borið sé saman við sprengigos, sem svokallaður VEI-skali hafi verið hannaður fyrir, sé þetta eldgos þegar komið í flokk 5. Eins fram kom á Vísi í gær eru í þeim stærðarflokki eldgos eins það sem varð í fjallinu St. Helens árið 1980 og Vesúvíusi árið 79.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×