Innlent

Vilja að auðlegðarskattur verði notaður til að fjármagna nýjan Landspítala

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Steingrímur fer fyrir þriggja manna hópi þingmanna sem vilja leggja auðlegðarskatt á að nýju.
Steingrímur fer fyrir þriggja manna hópi þingmanna sem vilja leggja auðlegðarskatt á að nýju. Vísir / GVA
Leggja á auðlegðarskatt að nýju til að fjármagna byggingu nýs Landspítala. Þetta er tillaga þriggja þingmanna Vinstri grænna sem hafa lagt fram frumvarp með þessum hugmyndum. Þingmennirnir vilja að auðlegðarskattur verði lagður á einstaklinga fram til 2019 og að allar tekjur sem innheimtist vegna skattsins frá og með næsta ári renni óskiptar til sjóðsins.

Þingmennirnir sem um ræðir eru Steingrímur J. Sigfússon, sem gegndi stöðu fjármálráðherra þegar auðlegðarskattur var lagður á, Svandís Svavarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Frumvarpinu var dreift á þingi í dag.

Leggja til nýtt frítekjumark

Tillögurnar fela í sér breytingar á auðlegðarskatti sem lagðist af í ár. Er það til að mæta gagnrýni um að álagning skattsins hafi verið fullíþyngjandi fyrir þá af sem áttu stóran hluta þeirrar hreinu eignar sem myndaði skattstofninn í formi íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Leggja þingmennirnir til að sérstakt frímark vegna íbúðarhúsnæðis verði sett.

Bjarni sagði í morgun að spítalinn yrði ekki byggður ef það þýddi halla á ríkissjóði.Vísir / Ernir
Þingmennirnir áætla að þetta nýja frítekjumark hafi í för með sér að einu milljarði minna skili sér í ríkissjóð vegna skattheimtunnar. Áætlaðar tekjur 

Reyna að forgangsraða fjármunum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir á þingi í morgun að ekki yrði ráðist í byggingu nýs spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Sagði hann vinnu í gangi í eigin ráðuneyti og velferðarráðuneytinu við að finna leiðir til að forgangsraða fjármunum til verkefnisins. 

Talið er að bygging nýs Landspítala kosti á bilinu 60 til 80 milljarða króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×