Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Orri Freyr Rúnarsson skrifar 25. september 2014 14:28 Mun Nick Oliveri snúa aftur í Queens of the Stone Age? Hinn magnaði bassaleikari Nick Oliveri mun snúa aftur í hljómsveitina Queens of the Stone Age þann 31.október og spila sex lög með sveitinni á tónleikum í Los Angeles. Þetta þarf þó ekki að þýða að hann sé aftur genginn til liðs við hljómsveitina heldur er það hlutverk Josh Homme að ákveða hvort að Oliveri muni aftur fá að taka upp með Queens of the Stone Age. En það var Josh Homme sem átti frumkvæðið af því að fá Oliveri með á þessa hrekkjavökutónleika. Oliveri viðurkenndi þó að hafa nokkrum sinnum mætt á tónleika með Queens of the Stone Age á síðustu tíu árum og boðið fram aðstoð sína en alltaf fengið höfnun. En þeir Oliveri og Homme störfuðu saman í bæði Kyuss og Queens of the Stone Age áður en að bassaleikarinn var rekinn úr sveitinni. Íslenskir rokkunnendur ættu að gleðjast en nú hefur verið tilkynnt að gítargoðið Slash verði með tónleika í Laugardalshöllinni þann 6.desember næstkomandi en miðasala hefst á midi.is eftir viku. Vart þarf að kynna Slash fyrir hlustendum X977 enda hefur hann gert garðinn frægan með Guns N‘ Roses, Velvet Revolver og fleirum en þessa daganna er Slash með hugann við sólóferil sinn sem hefur farið vel af stað. Að sjálfsögðu fylgir frábær hljómsveit gítarleikaranum og mun söngvarinn Myles Kennedy syngja með honum hér á landi. Hér að neðan má sjá myndband við lagið World On Fire en myndbandið er þó ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. Mikil spenna ríkir í Bretlandi en tvær nýja plötur berjast nú um að ná efsta sæti á breska vinsældarlistanum sem verður kynntur á sunnudaginn. Eins og staðan er í dag er hljómsveitin Alt-J í efsta sæti með plötuna This is All Yours en þar rétt á eftir er Aphex Twin með plötuna Syro. Margt gæti þó breyst á næstu dögum og því verður spennandi að sjá hvort platan endar á toppnum á sunnudaginn. Hljómsveitin Royal Blood komst á topp Pepsi Max listans í gær með laginu Figure It Out en það mun verða þriðja lag hljómsveitarinnar sem kemst á topp Pepsi Max listans. Eins og alltaf eru það hlustendur X977 sem velja listann og til þess að taka þátt er hægt að skrá sig í Hlustendaráðið inn á heimasíðu X977. Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon
Hinn magnaði bassaleikari Nick Oliveri mun snúa aftur í hljómsveitina Queens of the Stone Age þann 31.október og spila sex lög með sveitinni á tónleikum í Los Angeles. Þetta þarf þó ekki að þýða að hann sé aftur genginn til liðs við hljómsveitina heldur er það hlutverk Josh Homme að ákveða hvort að Oliveri muni aftur fá að taka upp með Queens of the Stone Age. En það var Josh Homme sem átti frumkvæðið af því að fá Oliveri með á þessa hrekkjavökutónleika. Oliveri viðurkenndi þó að hafa nokkrum sinnum mætt á tónleika með Queens of the Stone Age á síðustu tíu árum og boðið fram aðstoð sína en alltaf fengið höfnun. En þeir Oliveri og Homme störfuðu saman í bæði Kyuss og Queens of the Stone Age áður en að bassaleikarinn var rekinn úr sveitinni. Íslenskir rokkunnendur ættu að gleðjast en nú hefur verið tilkynnt að gítargoðið Slash verði með tónleika í Laugardalshöllinni þann 6.desember næstkomandi en miðasala hefst á midi.is eftir viku. Vart þarf að kynna Slash fyrir hlustendum X977 enda hefur hann gert garðinn frægan með Guns N‘ Roses, Velvet Revolver og fleirum en þessa daganna er Slash með hugann við sólóferil sinn sem hefur farið vel af stað. Að sjálfsögðu fylgir frábær hljómsveit gítarleikaranum og mun söngvarinn Myles Kennedy syngja með honum hér á landi. Hér að neðan má sjá myndband við lagið World On Fire en myndbandið er þó ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. Mikil spenna ríkir í Bretlandi en tvær nýja plötur berjast nú um að ná efsta sæti á breska vinsældarlistanum sem verður kynntur á sunnudaginn. Eins og staðan er í dag er hljómsveitin Alt-J í efsta sæti með plötuna This is All Yours en þar rétt á eftir er Aphex Twin með plötuna Syro. Margt gæti þó breyst á næstu dögum og því verður spennandi að sjá hvort platan endar á toppnum á sunnudaginn. Hljómsveitin Royal Blood komst á topp Pepsi Max listans í gær með laginu Figure It Out en það mun verða þriðja lag hljómsveitarinnar sem kemst á topp Pepsi Max listans. Eins og alltaf eru það hlustendur X977 sem velja listann og til þess að taka þátt er hægt að skrá sig í Hlustendaráðið inn á heimasíðu X977.
Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon