Bandarísku nýliðarnir léku sér að Poulter og Gallacher 26. september 2014 11:54 Patrick Reed hitar upp fyrir hringinn í morgun. AP/Getty Það virtist ekki eins og að stressið sem fylgir því öllu jafna að vera nýliði í Ryder-bikarnum hafi náð til Bandaríkjamannanna Jordan Spieth og Patrick Reed en þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir Stephen Gallacher og Ian Poulter í fjórboltanum í morgun. Spieth og Reed léku á alls oddi en leikurinn kláraðist á 14 holu, á sama stað og Henrik Stenson og Justin Rose lögðu Bubba Watson og Webb Simpson til þess að tryggja Evrópu sitt fyrsta stig í Rydernum í ár. „Við þögguðum niður í þeim, það var planið,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir hringinn. „Við vissum að það myndi vera mikil stemning í kring um Gallacher og Poulter enda eru þeir gríðarlega vinsælir hérna á Gleneagles. Okkur tókst að byrja vel og þeir náðu sér ekki á strik eftir það.“ Patrick Reed var einnig mjög sáttur með sinn fyrsta leik í Rydernum. „Þetta var alger draumabyrjun, að spila í Ryder-bikarnum er allt sem ég bjóst við og meira en það.“ Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það virtist ekki eins og að stressið sem fylgir því öllu jafna að vera nýliði í Ryder-bikarnum hafi náð til Bandaríkjamannanna Jordan Spieth og Patrick Reed en þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir Stephen Gallacher og Ian Poulter í fjórboltanum í morgun. Spieth og Reed léku á alls oddi en leikurinn kláraðist á 14 holu, á sama stað og Henrik Stenson og Justin Rose lögðu Bubba Watson og Webb Simpson til þess að tryggja Evrópu sitt fyrsta stig í Rydernum í ár. „Við þögguðum niður í þeim, það var planið,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir hringinn. „Við vissum að það myndi vera mikil stemning í kring um Gallacher og Poulter enda eru þeir gríðarlega vinsælir hérna á Gleneagles. Okkur tókst að byrja vel og þeir náðu sér ekki á strik eftir það.“ Patrick Reed var einnig mjög sáttur með sinn fyrsta leik í Rydernum. „Þetta var alger draumabyrjun, að spila í Ryder-bikarnum er allt sem ég bjóst við og meira en það.“
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira