UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. september 2014 16:31 Donald Cerrone og Eddie Alvarez mætast í næst síðasta bardaga UFC 178. Vísir/Getty Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30
UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00