Volkswagen Passat tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 16:53 Volkswagen Passat GTE. Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent
Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent