Gróðurhúsaáhrifin valda meiri vætutíð á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2014 19:30 Ein afleiðinga gróðurhúsaáhrifanna er að Íslendingar eiga eftir að búa við meiri vætutíð í framtíðinni líkt og verið hefur víða á landinu í sumar og haust. Að auki eru höfin að súrna með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið í hafinu í kring um landið og þar með efnahag þjóðarinnar. Hvert úrkomumetið af öðru hefur verið slegið í sumar víða um land og þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins héldu til vinnu í morgun var hávaðarok og rigning. Veðrið náði víðar um landið og hafði áhrif á innanlandsflug, sem hófst ekki fyrr en seinnipartinn í dag til Akureyrar og Egilsstaða en flugi til Ísafjarðar var aflýst hjá Flugfélagi íslands. „Þetta er búið að vera blautt sumar, það er enginn vafi á því og og það hefur verið mikil úrkoma síðustu daga,“ segir Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu íslands. Mikið hefur verið rætt um aukna möguleika Íslendinga vegna gróðurhúsaáhrifanna, t.d. með opun siglingaleiða yfir norðurheimskautið, en áhrifn eru auðvitað alvarleg og ekkert sérstaklega geðsleg veðurfarslega. Halldór segir ekkert benda til að illviðrum eins og spáð er næstu daga muni fjölga, en. „Það eru áratugasveiflur í því en hins vegar er mjög líklegt að úrkoma á okkar breiddargráðu muni aukast á næstu áratugum,“ segir Björn. Það er því langt í frá að Ísland sé að færast nær Mallorca veðurfræðilega séð. „Við erum ekki að færast nær Mallorca, því miður. En hins vegar getur verið að það rigni meira þegar rignir á annað borð. Við gætum alveg fengið ágæta sumardaga inn á milli. Eigum við ekki að halda í þá vonina alla vega,“ segir Björn. Sömuleiðis verða þurrkar væntanlega meiri þar sem lítið eða ekkert rignir í dag og óvissa ríki um áhrif mikillar aukningar á súrnun sjávar á lífríkið. Björn segir aftur á móti ljóst að með áframhaldi á súrnun sjávar fylgi engar góðar fréttir hvað varðar lífríkið í sjónum og þar með á efnahagslífið. Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ein afleiðinga gróðurhúsaáhrifanna er að Íslendingar eiga eftir að búa við meiri vætutíð í framtíðinni líkt og verið hefur víða á landinu í sumar og haust. Að auki eru höfin að súrna með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið í hafinu í kring um landið og þar með efnahag þjóðarinnar. Hvert úrkomumetið af öðru hefur verið slegið í sumar víða um land og þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins héldu til vinnu í morgun var hávaðarok og rigning. Veðrið náði víðar um landið og hafði áhrif á innanlandsflug, sem hófst ekki fyrr en seinnipartinn í dag til Akureyrar og Egilsstaða en flugi til Ísafjarðar var aflýst hjá Flugfélagi íslands. „Þetta er búið að vera blautt sumar, það er enginn vafi á því og og það hefur verið mikil úrkoma síðustu daga,“ segir Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu íslands. Mikið hefur verið rætt um aukna möguleika Íslendinga vegna gróðurhúsaáhrifanna, t.d. með opun siglingaleiða yfir norðurheimskautið, en áhrifn eru auðvitað alvarleg og ekkert sérstaklega geðsleg veðurfarslega. Halldór segir ekkert benda til að illviðrum eins og spáð er næstu daga muni fjölga, en. „Það eru áratugasveiflur í því en hins vegar er mjög líklegt að úrkoma á okkar breiddargráðu muni aukast á næstu áratugum,“ segir Björn. Það er því langt í frá að Ísland sé að færast nær Mallorca veðurfræðilega séð. „Við erum ekki að færast nær Mallorca, því miður. En hins vegar getur verið að það rigni meira þegar rignir á annað borð. Við gætum alveg fengið ágæta sumardaga inn á milli. Eigum við ekki að halda í þá vonina alla vega,“ segir Björn. Sömuleiðis verða þurrkar væntanlega meiri þar sem lítið eða ekkert rignir í dag og óvissa ríki um áhrif mikillar aukningar á súrnun sjávar á lífríkið. Björn segir aftur á móti ljóst að með áframhaldi á súrnun sjávar fylgi engar góðar fréttir hvað varðar lífríkið í sjónum og þar með á efnahagslífið.
Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira