Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar 12. september 2014 11:00 Mynd/Getty Þrátt fyrir endalausar hvatningar og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem að við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem að mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið magn. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem að við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttuna okkar við hann svo erfiða eins og raun ber vitni. Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. Hver eru einkenni sykurfíknar?Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn…. þú bara verður. Ef að þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. Þrátt fyrir löngun þína til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá “kikkið”. Allt í einu ertu kominn í vítahring sem erfitt getur verið að losa sig úr. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Flestir taka því ekki alvarlega að vera sykurfíkil og segja að það séu nú til alvarlegri fíknir en þessi eins og til dæmis áfengis og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutverk að vera í. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert mikið skárri og getur haft jafnslæm áhrif á líkama sem huga og fyrrnefndar fíknir. Hvað getur þú gert?Taktu eitt skref í einu, ekki hætta öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir 1 teskeið af sykri á dag, 7 á viku og 30 teskeiðar af sykri í hverjum mánuði. Heilsa Tengdar fréttir Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34 Sykurlaus í 14 daga - áskorun Sykurlaus matur er góður og girnilegur segir Júlía Magnúsdóttir sem skorar á fólk að hætta að borða hvítan sykur í tvær vikur. Hún tók hvítan sykur út úr eigin mataræði fyrir nokkrum árum og líður mikið betur án hans. 10. júní 2014 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þrátt fyrir endalausar hvatningar og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem að við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem að mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið magn. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem að við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttuna okkar við hann svo erfiða eins og raun ber vitni. Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. Hver eru einkenni sykurfíknar?Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn…. þú bara verður. Ef að þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. Þrátt fyrir löngun þína til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá “kikkið”. Allt í einu ertu kominn í vítahring sem erfitt getur verið að losa sig úr. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Flestir taka því ekki alvarlega að vera sykurfíkil og segja að það séu nú til alvarlegri fíknir en þessi eins og til dæmis áfengis og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutverk að vera í. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert mikið skárri og getur haft jafnslæm áhrif á líkama sem huga og fyrrnefndar fíknir. Hvað getur þú gert?Taktu eitt skref í einu, ekki hætta öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir 1 teskeið af sykri á dag, 7 á viku og 30 teskeiðar af sykri í hverjum mánuði.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34 Sykurlaus í 14 daga - áskorun Sykurlaus matur er góður og girnilegur segir Júlía Magnúsdóttir sem skorar á fólk að hætta að borða hvítan sykur í tvær vikur. Hún tók hvítan sykur út úr eigin mataræði fyrir nokkrum árum og líður mikið betur án hans. 10. júní 2014 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00
Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00
Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53
Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00
Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34
Sykurlaus í 14 daga - áskorun Sykurlaus matur er góður og girnilegur segir Júlía Magnúsdóttir sem skorar á fólk að hætta að borða hvítan sykur í tvær vikur. Hún tók hvítan sykur út úr eigin mataræði fyrir nokkrum árum og líður mikið betur án hans. 10. júní 2014 12:00