Sykurskert sæla Siggu Daggar sigga dögg kynfræðingur skrifar 12. september 2014 09:00 Sigga Dögg kynfræðingur reynir við sykurskertan september. Mynd/Aldís Pálsdóttir Fyrsta helgin í sykurleysi Það er líkt og með sykurleysi mínu sé ég að pota í aðra og segja að þeir séu að gera eitthvað rangt eða slæmt. Átakið fær háð og spott en ekki klapp á öxl og stuðning. Ótrúlegt að sykur skuli vera svona umdeildur. Greinilegt að hér er á ferðinni mikilvægt málefni og ég skal halda áfram. Það var ekkert svo flókið að sneiða hjá nammi en ég gleymdi mér aðeins þegar ég henti í amerískar pönnukökur og drekkti þeim í hlynsírópi. Ofan í kaffið dýfði ég svo kexi og kleinum. Ansans. Ég náði rétt svo að skauta framhjá kókómjólkinni en leyfði mér rauðvínsglögg og bjór. Slíkur sykur var munaður minn er ég dillaði mér við Amadabama. Heilt yfir gekk helgin bara vel. Maðurinn minn sem er minn stærsti stuðningsaðili í lífinu reynist vera minn helsti óvinur í þessu átaki. Það líður varla sú klukkustund án þess að hann bjóði mér candyfloss, sterkan brjóstsykur, gos, ís eða köku. Það er greinilegt að átakið potar í almenna neyslu heimilisins á hinu dísæta. Allt í lagi, ég játa að ég fékk mér eina ofurfallega kökusneið í barnafmæli á sunnudeginum en ég lét staðar numið við eina sneið (þó ég hefði auðveldlega geta étið hálfa kökuna ef því væri að skipta). Mánudagur 8.september - Næstum því vika af átakinu! Sykurskertur september er skemmtileg hugaræfing. Ég ímynda mér að þetta sé svipað eins og að reikna algebru. Smá matarmeðvitund en alls engin bilun. Ég er ekki frá því að maginn minn sé ekki jafn kúlulaga. Það getur samt stafað af því að ég borða bara minna því ég er ekki að narta í sykur. Ætli ég sé kannski bara svöng og þarf að venja mig á að borða mat sem er venjulegur matur en ekki glassúrshúðaður? Nú er bara að henda í heimagerða bbq sósu þar sem sætan kemur frá döðlum (og reyndar líka smá frá soja sósunni). Einstaklega girnilegur morgunverður sem verður spari.Mynd/Getty Þriðjudagur 9.september Ég sakna sultu, ég neita því ekki. Ég var nýbúin að henda í ljúffenga heimagerða rabbabaraogjarðaberja sultu sem bara horfir fallegum augum til mín er ég smyr ristað brauðið með smjöri og osti. Ég hugsa að átaki liðnu að ég leyfi mér sultu um helgar, það hljómar raunhæft og elegant. Það er mjög huggandi að vita að enginn mánuður byrji á bókstafinum -H. Þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af hveiti átaki, því þá væri ég vissulega föst í fósturstellingunni uppi í rúmi með hungurverki. Þá vona ég að enginn taki heldur upp á Mjólkurlausum Maí því þá verður mér allri lokið. Þetta sykur dæmi sleppur en hitt, ekki sjens. Ljúffengir sítrónukleinuhringir með sukrin sykriMynd/einkasafn Miðvikudagur 9.september Rikka kom færandi hendi með risastóran poka af allskyns sniðugum sykri, svona hollustusykri svo hvað var annað hægt en að baka? Dóttir mín gladdist ákaflega mikið þegar ég tilkynnti henni að við ætluðum að baka sítrónukleinuhringi. Þetta er einn auðveldasti og fljótlegasti síðdegisglaðningurinn sem ég geri. Ég skal alveg játa að ég gæti hafa fengið mér aðeins of marga kleinuhringi (það að baka þá pínkulitla er villandi!). Ég bæði minnkaði sykurmagnið í uppskriftinni úr 300 gr í 200 gr, skipti út hvítum sykri fyrir brúnan heilsusykur, notaði heilhveiti í stað hvítu hveiti og vínsteinslyftiduft í stað hefðbundins lyftidufts. Fjölskyldan lá í þeim og enginn kvartaði undan „hollustunni“. En til að tryggja að við myndum ekki breytast í kleinuhringi þá buðum við vinafólki okkar í kaffi og enginn kvartaði þar heldur. Þetta sýnir mér bara að það er hægt að breyta en samt baka, maður þarf bara að taka skrefið og nenna því. Sítrónukleinuhringir SigguDaggar 1 egg 1 bolli og 1/4 bolli mjólk 30 gr bráðið smjör 256 gr heilhveiti 200 gr heilsusykur (ég nota oftast púðursykur í bland við einhvern annan sykur) 2 tsk vínsteinslyftiduft rifinn börkur utan af 1 til 2 sítrónum (eftir hversu mikið bragð þú vilt) 1/2 tsk salt 2 tsk vanilludropar Ath. Þú getur skipt út sítrónuberki fyrir 1 tsk af kanil og þá getur verið gott að setja kókossykur, kókosmjólk eða kókoshveiti með í deigið. Það má reyndar leika sér endalaust með þessa uppskrift, næst ætla ég að gera með appelsínuberki og súkkulaðibitum. Aðferð: 1. Bræddu smjörið og hrærðu létt saman við egg og mjólk. 2. Settu sykurinn útí og hrærðu létt. 3. Því næst öll þurrefnin og vanilludropa undir lokin. 4. Bakaðu við 180 gráður í 15 mínútur ef kleinuhringjaformið er stórt, 8 mín ef þau eru lítil. Þú getur svo gert hefðbundin glassúr úr flórsykri og vatni ef þú vilt. Handbókin Kjaftað um kynlíf.Mynd/Skjáskot Fimmtudagur 9.september Dagur útgáfuteitis bókarinnar minnar, Kjaftað um kynlíf, er runnin upp! Ég ætla virða sykurminni september loforðið sem ég gaf sjálfri mér en þó leyfa mér að drekka nokkra dropa af rauðvíni, bara svona til að skála með gestum og gangandi. Og kannski fá mér Creme Brullée í desert, því það er svona sparidagur. Ég reyndi að byrja daginn á að troða mér þröngar gallabuxur en það var of mikil bjartsýni. Í stað þess að reyna grenna mig ofan í þær ætla ég bara að kaupa mér nýjar. Ég las hvort eð er að þröngar gallabuxur væru ekki lengur í tísku. Þá hef ég vanist flatkökum á kaffihúsum bæjarins en kannski ættu þeir að prófa að gera kleinuhringina mína? Heilsa Tengdar fréttir 5 einföld ráð til þess að borða hollari fæðu Það er mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum. 29. júlí 2014 09:00 Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53 Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fyrsta helgin í sykurleysi Það er líkt og með sykurleysi mínu sé ég að pota í aðra og segja að þeir séu að gera eitthvað rangt eða slæmt. Átakið fær háð og spott en ekki klapp á öxl og stuðning. Ótrúlegt að sykur skuli vera svona umdeildur. Greinilegt að hér er á ferðinni mikilvægt málefni og ég skal halda áfram. Það var ekkert svo flókið að sneiða hjá nammi en ég gleymdi mér aðeins þegar ég henti í amerískar pönnukökur og drekkti þeim í hlynsírópi. Ofan í kaffið dýfði ég svo kexi og kleinum. Ansans. Ég náði rétt svo að skauta framhjá kókómjólkinni en leyfði mér rauðvínsglögg og bjór. Slíkur sykur var munaður minn er ég dillaði mér við Amadabama. Heilt yfir gekk helgin bara vel. Maðurinn minn sem er minn stærsti stuðningsaðili í lífinu reynist vera minn helsti óvinur í þessu átaki. Það líður varla sú klukkustund án þess að hann bjóði mér candyfloss, sterkan brjóstsykur, gos, ís eða köku. Það er greinilegt að átakið potar í almenna neyslu heimilisins á hinu dísæta. Allt í lagi, ég játa að ég fékk mér eina ofurfallega kökusneið í barnafmæli á sunnudeginum en ég lét staðar numið við eina sneið (þó ég hefði auðveldlega geta étið hálfa kökuna ef því væri að skipta). Mánudagur 8.september - Næstum því vika af átakinu! Sykurskertur september er skemmtileg hugaræfing. Ég ímynda mér að þetta sé svipað eins og að reikna algebru. Smá matarmeðvitund en alls engin bilun. Ég er ekki frá því að maginn minn sé ekki jafn kúlulaga. Það getur samt stafað af því að ég borða bara minna því ég er ekki að narta í sykur. Ætli ég sé kannski bara svöng og þarf að venja mig á að borða mat sem er venjulegur matur en ekki glassúrshúðaður? Nú er bara að henda í heimagerða bbq sósu þar sem sætan kemur frá döðlum (og reyndar líka smá frá soja sósunni). Einstaklega girnilegur morgunverður sem verður spari.Mynd/Getty Þriðjudagur 9.september Ég sakna sultu, ég neita því ekki. Ég var nýbúin að henda í ljúffenga heimagerða rabbabaraogjarðaberja sultu sem bara horfir fallegum augum til mín er ég smyr ristað brauðið með smjöri og osti. Ég hugsa að átaki liðnu að ég leyfi mér sultu um helgar, það hljómar raunhæft og elegant. Það er mjög huggandi að vita að enginn mánuður byrji á bókstafinum -H. Þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af hveiti átaki, því þá væri ég vissulega föst í fósturstellingunni uppi í rúmi með hungurverki. Þá vona ég að enginn taki heldur upp á Mjólkurlausum Maí því þá verður mér allri lokið. Þetta sykur dæmi sleppur en hitt, ekki sjens. Ljúffengir sítrónukleinuhringir með sukrin sykriMynd/einkasafn Miðvikudagur 9.september Rikka kom færandi hendi með risastóran poka af allskyns sniðugum sykri, svona hollustusykri svo hvað var annað hægt en að baka? Dóttir mín gladdist ákaflega mikið þegar ég tilkynnti henni að við ætluðum að baka sítrónukleinuhringi. Þetta er einn auðveldasti og fljótlegasti síðdegisglaðningurinn sem ég geri. Ég skal alveg játa að ég gæti hafa fengið mér aðeins of marga kleinuhringi (það að baka þá pínkulitla er villandi!). Ég bæði minnkaði sykurmagnið í uppskriftinni úr 300 gr í 200 gr, skipti út hvítum sykri fyrir brúnan heilsusykur, notaði heilhveiti í stað hvítu hveiti og vínsteinslyftiduft í stað hefðbundins lyftidufts. Fjölskyldan lá í þeim og enginn kvartaði undan „hollustunni“. En til að tryggja að við myndum ekki breytast í kleinuhringi þá buðum við vinafólki okkar í kaffi og enginn kvartaði þar heldur. Þetta sýnir mér bara að það er hægt að breyta en samt baka, maður þarf bara að taka skrefið og nenna því. Sítrónukleinuhringir SigguDaggar 1 egg 1 bolli og 1/4 bolli mjólk 30 gr bráðið smjör 256 gr heilhveiti 200 gr heilsusykur (ég nota oftast púðursykur í bland við einhvern annan sykur) 2 tsk vínsteinslyftiduft rifinn börkur utan af 1 til 2 sítrónum (eftir hversu mikið bragð þú vilt) 1/2 tsk salt 2 tsk vanilludropar Ath. Þú getur skipt út sítrónuberki fyrir 1 tsk af kanil og þá getur verið gott að setja kókossykur, kókosmjólk eða kókoshveiti með í deigið. Það má reyndar leika sér endalaust með þessa uppskrift, næst ætla ég að gera með appelsínuberki og súkkulaðibitum. Aðferð: 1. Bræddu smjörið og hrærðu létt saman við egg og mjólk. 2. Settu sykurinn útí og hrærðu létt. 3. Því næst öll þurrefnin og vanilludropa undir lokin. 4. Bakaðu við 180 gráður í 15 mínútur ef kleinuhringjaformið er stórt, 8 mín ef þau eru lítil. Þú getur svo gert hefðbundin glassúr úr flórsykri og vatni ef þú vilt. Handbókin Kjaftað um kynlíf.Mynd/Skjáskot Fimmtudagur 9.september Dagur útgáfuteitis bókarinnar minnar, Kjaftað um kynlíf, er runnin upp! Ég ætla virða sykurminni september loforðið sem ég gaf sjálfri mér en þó leyfa mér að drekka nokkra dropa af rauðvíni, bara svona til að skála með gestum og gangandi. Og kannski fá mér Creme Brullée í desert, því það er svona sparidagur. Ég reyndi að byrja daginn á að troða mér þröngar gallabuxur en það var of mikil bjartsýni. Í stað þess að reyna grenna mig ofan í þær ætla ég bara að kaupa mér nýjar. Ég las hvort eð er að þröngar gallabuxur væru ekki lengur í tísku. Þá hef ég vanist flatkökum á kaffihúsum bæjarins en kannski ættu þeir að prófa að gera kleinuhringina mína?
Heilsa Tengdar fréttir 5 einföld ráð til þess að borða hollari fæðu Það er mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum. 29. júlí 2014 09:00 Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53 Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
5 einföld ráð til þess að borða hollari fæðu Það er mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum. 29. júlí 2014 09:00
Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07
Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00
Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00
Nokkrar ástæður sykurfíknar Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. 10. september 2014 13:53
Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00
Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00
Sannleikurinn um sykur afhjúpaður Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu. 28. júlí 2014 11:34