Range Rover Evoque smíðaður í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 13:07 Range Rover Evoque Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent