576 hestafla Holden pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 14:24 Holden Maloo HSV GTS er með krafta í kögglum. General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent