102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2014 11:49 Mynd af www.lax-a.is Það hefur aðeins verið veitt á flugu í Ytri Rangá í sumar en það breyttist 14. september þegar maðkveiði var leyfð samhliða flugunni. Líklega hafa þó fáar flugurnar verið bleittar enda eru þeir veiðimenn sem sækja í þessa daga svo til eingöngu að veiða a maðk. Það er ekkert skrítið að mikil ásókn sé í fyrstu dagana þar sem maðkveiði er leyfð í ánni því veiðin er alveg ótrúleg fyrstu dagana. Sem dæmi um þetta veiddust 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum og er veiðin vel dreifð um ánna. Uppselt er í Ytri Rangá til 24. september en eftir það er eitthvað af lausum leyfum svo þeir sem eru búnir að fara í gegnum þetta heldur rólega sumar án þess að eiga lax til hátíðarbrigða í frystikistunni eiga góða von á að bjarga því þarna. Haustveiðin í Ytri- og Eystri Rangá er oft drjúg en veitt er í báðum ánum vel inní október. Laus leyfi í Ytri má finna á www.veida.is Lax er ennþá að ganga i Ytri Rangá og eins er þetta sá árstími þar sem sjóbirtingurinn fer að láta sjá sig í meiri mæli en vinsamleg tilmæli hafa verið til veiðimanna um að sleppa honum enda er verið að vinna í að stækka þann stofn í ánni. Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Það hefur aðeins verið veitt á flugu í Ytri Rangá í sumar en það breyttist 14. september þegar maðkveiði var leyfð samhliða flugunni. Líklega hafa þó fáar flugurnar verið bleittar enda eru þeir veiðimenn sem sækja í þessa daga svo til eingöngu að veiða a maðk. Það er ekkert skrítið að mikil ásókn sé í fyrstu dagana þar sem maðkveiði er leyfð í ánni því veiðin er alveg ótrúleg fyrstu dagana. Sem dæmi um þetta veiddust 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum og er veiðin vel dreifð um ánna. Uppselt er í Ytri Rangá til 24. september en eftir það er eitthvað af lausum leyfum svo þeir sem eru búnir að fara í gegnum þetta heldur rólega sumar án þess að eiga lax til hátíðarbrigða í frystikistunni eiga góða von á að bjarga því þarna. Haustveiðin í Ytri- og Eystri Rangá er oft drjúg en veitt er í báðum ánum vel inní október. Laus leyfi í Ytri má finna á www.veida.is Lax er ennþá að ganga i Ytri Rangá og eins er þetta sá árstími þar sem sjóbirtingurinn fer að láta sjá sig í meiri mæli en vinsamleg tilmæli hafa verið til veiðimanna um að sleppa honum enda er verið að vinna í að stækka þann stofn í ánni.
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði